Við og samfélagið okkar.

Lars J. Andrésson Imsland

Jæja gott fólk, senn líður að kosningum og flestir búnir eða alveg að verða búnir að gera upp hug sinn hvar setja skuli xið þann 14 maí næstkomandi. Vikan fyrir kosningar er alltaf spennandi og heilabúið í yfirvinnu við að melta það sem hefur verið farið yfir og sagt síðustu vikur.

Ég er nú meira fyrir að taka samtalið en skrifa svona pistil og kveinkaði mér aðeins þegar ég var beðinn um nokkur orð á blað. En fór að velta fyrir mér samtölum mínum við íbúa sveitarfélagsins í þessu brölti mínu. Þau hafa verið virkilega áhugaverð og skemmtileg, hvort sem viðkomandi er með kosningarétt eður ei sem þeir voru ekki allir. 

Það sem situr eftir er að það er mikilvægt að við temjum okkur kurteisi og samvinnu, óháð stöðu eða hag. Það að hlusta með opnum hug og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. 

Ég t.d ræddi við einstakling sem var algerleg óður út í vissa framkvæmd og ég ætlaði mér ekkert að reyna breyta þeirri skoðun hans enda alger óþarfi, ég hlustaði á hans sjónarhorn og hugmyndir varðandi verkefnið og eftir nokkuð langt samtal tókumst við í hendur og við kvöddumst með bros á vör með sitthvora skoðunina á málinu.

Flest höfum við skoðanir á málum eða máli er snúa að sveitarfélaginu okkar og er engin hugmynd eða skoðun verri en hver önnur.  Það er gott að koma öllum hugmyndum á framfæri og ræða þær, því í skrítnum og kannski ógerlegum hugmyndum leynist kannski ein, hugsanlega tvær góðar sem bætt gæti samfélagið okkar fyrir komandi kynslóðir. 

Í þessum kosningum er mikil endurnýjun á listum og sem einn af þeim nýju veit ég að það verður margt að læra til að geta sinnt vel þeim verkefnum sem okkur verða falin. Mikill mannauður og þekking er í fólkinu sem hefur mótað samfélagið okkar til dagsins í dag með þrotlausri vinnu og dugnaði, verum ekki feimin við að leita til þeirra eftir ráðleggingum, það er alger óþarfi að eyða tíma í að finna upp hjólið. 

Höfum “ÖLL” að leiðarljósi að vinna saman að því að gera samfélagið okkar að því besta á Íslandi. Styðjum og stöndun með hvort öðru, sérstaklega þegar við sjáum að einhverjum líður illa eða þarf aðstoð, minnum hvort annað reglulega á að lífið er núna og framtíðin er björt í Sveitarfélaginu Hornafirði. 

Lars J. Andrésson Imsland, framkvæmdastjóri, East Coast Travel ehf, 11. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna

Study and field trips free of charge for elementary students.

Guðrún Sigfinnsdóttir

It is pretty obvious that we live in the most beautiful county of the country next to Vatnajökull national park. The beauty of the nature surrounds us and is only step away to enjoy.

Students at the elementary school get to explore the beauty because the school has study and field trips for every class to a different place in the county and the trips become more extensive with age.

I have always like how the elementary school introduces our beautiful nature and landscape to students and intergrades it into their study. Whether it is picking berries, hiking, daytrip to Ingólfshöfði or Lönsöræfi. They will make good memories, it is a good outdoor activity and the children will learn to respect nature and the environment.

One of the main goals in the municipality´s enviromental and climate policy is enviromental education. The ways to that goal is that the children know their enviroment and education about it. And where is a better place for that than in nature ?

In previous terms Framsókn has submitted proposals that were approved and have to do with children´s welfare and best interest. It was increasing funding for leisure grant, free into the swimming pool to age 18 and fruit snacks free of charge at the elementary school.

Now we like to take another step this coming term and work towards that study and field trips will be free of charge. But students pay for food and accomodation in these trips. We know that hobbies are good prevention but also a good walk out in nature with your classmates.

Guðrún Sigfinnsdóttir, receptionist 9th place on the list of Framsókn and their supporters.

Samvinna er málið!

Aðalheiður Fanney Björnsdóttir

Eins og langflestir eru meðvitaðir um verður kosið til sveitastjórna þann 14. maí n.k. Ég skipa tólfta sæti á lista Framsóknar og stuðningasmanna þeirra, vegna þess að ég hef alltaf haft áhuga á samfélaginu mínu og hvað þar fer fram. Hef áður tekið þátt í kosningum og sat þá sem varamaður í bæjarstjórn og um skeið í skólanefnd. Hér í Hornafirði er gott samfélag en alltaf er hægt að gera betur og mig langar til að taka þátt í því.

Fyrir þá sem ekki þekkja mig þá heiti á Aðalheiður Fanney Björnsdóttir og starfa sem leikskólasérkennari á leikskólanum Sjónarhóli á Höfn, en ég hef starfað í leikskóla hér í sveitarfélaginu í yfir tuttugu ár. Ég er gift Valdmar Ingólfssyni bónda og við eigum fjögur börn á aldrinum 12-22 ára. Ég hef unnið ýmis störf í gegnum tíðina, verið viðloðandi búskapinn í yfir tuttugu ár, við ferðaþjónustu, unnið töluvert bæði síld og saltfiski, á pósthúsinu, í verslunum og ýmsu fleiru þannig að ég á aðeins í reynslubankanum hvað það varðar.

Ég vil sjá góða samvinnu varðandi málefni sveitarfélagsins, að þau framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum bæjarins beri gæfu til þess að leggjast á eitt í því að forgangsraða þeim verkefnum sem þarf að vinna og gera áætlun um það til lengri tíma. Það er eitt sem við öll eigum sameiginlegt, við viljum gera gott samfélag betra og berum hag íbúa sveitarfélagsins í heild fyrir brjósti. Til þess að gera þetta verðum við að hlusta á íbúa sveitarfélagsins, leyfa þeim að fylgjast með hvað er að gerast og nýta okkur lýðræðisleg réttindi eins og íbúakosningar þegar það á við. 

Ég vil áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja, að fyrst verði byggð líkamsrækt við sundlaugina og í framhaldinu nýtt og fullkomið íþróttahús. En það sem er ekki síður mikilvægt er að halda áfram að vinna að viðhaldi eldri fasteigna sveitarfélagsins.

Mitt hjartans mál eru börn og unglingar – og það sem snýr að þeim. Það þarf að sjálfsögðu að sjá til þess að öll börn búsett í sveitarfélaginu komist inn í leikskóla við eins árs aldur og fái þar þá umhyggju og örvun sem öllum börnum er nauðsynleg. Það sama á við um grunnskólann, þar eiga öll börn að fá kennslu og umhyggju sem þarf til að þeim líði vel. 

Aðalheiður Fanney Björnsdóttir leikskólakennari, í 12. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna.

Gjaldfrjálsar náms- og vettvangsferðir grunnskólabarna

Guðrún Sigfinnsdóttir

Það er nokkuð augljóst að við búum í fallegustu sýslu landsins með sjálfan Vatnajökulsþjóðgarð í næsta nágrenni. Náttúrufegurðin umlykur okkur og stutt að fara til að njóta.

Nemendur Grunnskóla Hornafjarðar fá svo sannarlega að upplifa þetta enda farið í náms- og vettvangsferðir með hvern árgang á mismunandi slóðir og verða ferðirnar umfangsmeiri eftir því sem nemendur verða eldri.

Ég hef alltaf verið hrifin af því hjá grunnskólanum hvað hann nýtir náttúruperlur svæðisins vel til að kynna fyrir krökkunum og flétta það inn í námsefnið. Hvort sem það er að fara í berjamó, fjallgöngur, dagsferð út í Ingólfshöfða eða í Lónsöræfi. Þarna skapast minningar, þetta er góð útivera og börnin læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. 

Eitt af meginmarkmiðum í umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins er einmitt umhverfisfræðsla. Leiðir að því markmiði eru einmitt að börnin þekki umhverfi sitt og fræðsla. Hvar er betra að fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál fari fram en úti í náttúrunni?.

Á fyrri kjörtímabilum hefur Framsókn lagt fram tillögur sem voru samþykktar sem snúa að velferð og hagsmunum barna í sveitarfélaginu þegar kemur að hækkun tómstundastyrks, frítt í sund fyrir börn að 18 ára aldri og að fella niður gjaldtöku á ávaxtabita í grunnskólanum.

Nú viljum við ganga lengra og vinna að því að náms- og vettvangsferðir nemenda verði gjaldfrjálsar. En nemendur greiða nú uppihald í þessum ferðum sem er skilgreint sem fæði og gisting. Við vitum að tómstundir eru góð forvörn en það er líka góð ganga úti í náttúrunni með bekkjarfélaögunum.

Guðrún Sigfinnsdóttir, mótttökuritari, 9. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna.

Sindravellir

Sumarið er í nánd og eins og flestir ættu að hafa orðið varir við þá er lífið á íþróttavellinum hafið. En það eru kannski færri sem vita að keppnistímabilið í knattspyrnu hófst fyrir mörgum mánuðum síðan. Meistaraflokkarnir okkar byrjuðu að keppa í desember, 3.flokkarnir kepptu sína fyrstu leiki í mars og á næsta ári þá munu 4.flokkarnir einnig byrja svona snemma. Þetta er vegna þess að núna keppa öll lið eina umferð hvert við annað og svo er deildunum skipt upp og þá er keppt við jafningja í seinni umferð sem gerir þetta allt mun skemmtilegra auk þess sem allir fá fleiri leiki. 

Aðstaðan

Því miður þá býður aðstaðan okkar ekki upp á að við getum spilað leiki hér heima svona snemma þar sem vellirnir okkar eru grasvellir og það segir sig sjálft að þó að við höfum venjulega milda vetur þá eru vellirnir okkar ekki tilbúnir svona snemma og það er ekki hægt að æfa á því eins mikið og þarf þar sem grasið þolir ekki svona mikla notkun, ekki heldur yfir sumartímann. Nú í mars þá spiluðu 3.flokkarnir okkar tvo “heimaleiki” í Garðabæ með tilheyrandi kostnaði fyrir bæði knattspyrnudeildina sem og foreldra og það sjá jú allir að það er alveg galið að þurfa að keyra tæplega 500 km í og úr heimaleik og þurfa einnig að gista, því ekki er hægt að leggja það á börn að keyra þetta allt á einum og sama deginum auk þess að keppa. Fjarðabyggðahöllin er nær okkur en hún er þéttsetin og ekki unnt að komast að þar þegar okkur hentar og það kallar líka á löng ferðalög að keppa þar. Báran hefur hjálpað okkur heilmikið æfingalega séð en því miður þá er völlurinn í henni ekki nægilega stór til þess að unnt sé að keppa á honum. Allar æfingar á veturna fara fram þar og eins hafa grunnskólabörnin notað Báruna í frímínútum og það má segja að það sé verið að æfa og leika sér í Bárunni alla daga og fram á kvöld og er það vel. 

Öflug deild

Hjá knattspyrnudeild Sindra eru 140 iðkendur í öllum flokkum bæði kvenna og karla frá 7.flokk til og með 3.flokk og svo höldum við úti bæði meistaraflokki karla og kvenna og í  sumar verður einnig karlalið í meistaraflokki sem keppir undir merkjum umf Mána.

Völlurinn

Íþróttahúsið okkar er barn síns tíma og löngu kominn tími á nýtt. Staðsetning nýs húss er hugsuð á æfingasvæðinu við hliðina á íþróttavellinum. Þegar farið verður að hanna og teikna húsið þá verðum við að huga að annarri uppbyggingu á svæðinu samhliða því. Þegar byrjað verður að byggja íþróttahús þá missum við æfingasvæðið og ekki er unnt að æfa á aðalvellinum því grasið þar þolir ekki endalausan ágang og í raun er staðan þannig að það er kominn tími til að skipta því út þar sem líftíma þess er lokið. Ef við viljum að börnin okkar nái árangri í knattspyrnu og haldi, getulega séð í við jafnaldra sína annarsstaðar á landinu, þá tel ég að eina lausnin fyrir okkur sé að leggja gervigras á Sindravelli. Það er að vísu kosnaðarsamt en það er líka dýrt að skipta út grasinu. Á móti kemur að vallarumhirða á gervigrasi er umtalsvert minni en á grasi. Grasvelli þarf að merkja/mála fyrir hvern leik, það þarf að slá og hreinsa eftir slátt, gata völlinn og svo mætti lengi telja. Gervigras á Sindravöllum myndi gerbreyta allri æfingaaðstöðu yfir vetrartímann og sé ég fyrir mér að unnt yrði að æfa á vellinum nánast á hverjum degi allan ársins hring, sem myndi létta álagið á Bárunni, auk þess sem völlurinn myndi nýtast t.d. skólabörnunum á skólatíma sem og öðrum sem hafa gaman af hreifingu. 

Arna Ósk Harðardóttir formaður knattspyrnudeildar Sindra, 10.sæti Framsóknar og stuðningsmanna

Íbúaþróun og framtíðarsýn

Fyrir 12 árum bauðst mér að taka sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra, í tvö kjörtímabil hlaut ég kjörgengi sem vara- og svaðalmaður í bæjarstjórn.  Þó ekki sé langt síðan voru byggingarframkvæmdir litlar og nægar lóðir á Leirunni í byrjun þess tímabils. Fólksfjölgun var lítil og Grunnskólinn og leikskólarnir að anna fjölda nemanda vel, ásamt svigrúmi til fjölgunar yrði þess þörf. Þrátt fyrir lokun á Leikskólanum Óla Prik nokkrum árum áður.  

Þarna er að byrja uppbygging í sveitafélaginu, mjög rólega í byrjun.  Ómögulegt hefði verið að sjá fyrir á þeim tíma þá miklu uppbyggingu sem hefur orðið í sveitarfélaginu á síðustu 4 árum. Í dag er staðan hins vegar þannig að þörf er á nýju íbúðarhverfi með lóðum til úthlutunar sem fyrst og er Leirusvæði 2 lengst komið í skipulagsferli.

Þróunin

Árið 2010 voru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2.086, bjartsýnustu spár sögðu að þegar 2.300 manna þakið væri rofið yrði komið ákall um uppbyggingu innviða. Sá íbúafjöldi náðist árið 2018. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2.387, þann 1. janúar 2021 og hefur fjölgað um rúmlega 60 síðan þá en tölur segja að 1. janúar 2022 séum við 2.450. Þetta er mikil fjölgun og spennandi verkefni. Deiliskipuleggja þarf framtíðar íbúðarsvæði sem tekur við af Leirunni samhliða endurskoðun aðalskipulags og hafa þar tillögur frá opnum íbúafundi sem þegar hefur verið haldinn um málið til hliðsjónar.     

Framtíðin

Við skulum samt ekki gleyma því að það er að mörgu að hyggja. Fráveita og gatnagerð er stór hluti kostnaðar sveitafélaga við gerð nýrra lóða. Uppbygging kostar okkur en kemur til baka þegar fram líður. Tekjur sveitarfélagsins er ekki eitthvað sem við viljum þurfa að hafa áhyggjur af, en þurfum að sjálfsögðu að hafa fullan skilning á og passa að fara ekki fram úr eftirspurn í framkvæmdum. Það er eitt að vilja eitthvað og annað að geta. Lögbundin verkefni sveitafélaga eru oft á tíðum kostnaðarsöm og fylgja ekki alltaf nóg að fjármunum frá ríkinu með verkefnunum.

Kæri kjósandi, ég óska eftir umboði þínu til að vinna áfram að þessum málum,  X við B á kjördag. 

Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur

4. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.

Sorpmál

Sorpmál eru gamalt mál og nýtt. Fyrir ekki svo mörgum árum var þetta ekkert flókið. Þú hentir þínu sorpi í ruslatunnuna og hún var hirt og urðað. Nú með betri umhverfisvitund, lögum og reglum er þetta orðið aðeins flóknara. Við flokkum og svo er sumt sorp urðað, annað fer í endurvinnslu og svo framvegis.

Fyrir nokkrum vikum kom út skýrsla sem unnin var fyrir Sveitarfélagið um fyrirkomulag sorpmála í Sveitarfélaginu og það var ekki falleg skýrsla. Niðurstaðan er í raun sú að málaflokkurinn er rekinn í bullandi tapi og verulegar brotalamir á málaflokknum. Það er verk nýrrar sveitarstjórnar að koma böndum á þessi mál og þar er úr vöndu að ráða.

Breytingar á kjörtímabilinu

Fyrir íbúa í þéttbýli þá hefur sennilega stærsta breytingin á líðandi kjörtímabili verið að búið er að fjölga hirðingum á endurvinnslusorpi, en fækka á móti hirðingu almenns sorps.

Í dreifbýlinu hafa orðið þónokkrar breytingar. Við endurvöktum hreinsunardaga að vori og svo er farið reglubundið í ferðir til að sækja rafgeyma og spilliefni. Hætt var að halda úti gáma portum undir járn og timbur vegna slæmrar umgengni og þess í stað býðst nú lögbýlum að fá til sín gám einu sinni á ári. Það verður síðan að meta, í samráði við notendur, hvort það sé fyrirkomulag sem sé komið til að vera eða hvort að önnur lausn henti betur.

Framtíðin

En hver er svo framtíð sorpmála í Sveitarfélaginu? Nú í sumar rennur út samningur við Íslenska Gámafélagið en verið er að vinna í því að framlengja honum til áramóta þar sem ný lög taka gildi þá og réttast að útboð á málaflokknum miðist við þau lög. Þá er rétt að staldra við gera endurbætur á útboði og vanda vel til verka. Einn af þeim hlutum sem ég velti fyrir mér hvort séu æskilegir er hvort að sami aðili eigi að sjá um alla þætti sorpþjónustu á Hornafirði (hirðing, urðun og rekstur Gárunnar).

Finnur Smári Torfason, verkfræðingur, 6. sæti á lista Frasmóknar og stuðningsmanna.

Multicultural council, right decision!

Around 560 people of foreign origin live in the municipality, and they are of approx 40 different nationalities. Nejra’s article on the establishment of a multicultural council in the Municipality of Hornafjörður, which was published in Leiðarhöfði just under a year ago, stated that a clear policy and good management of new residents are necessary. 

Since the establishment of the Multicultural Council in 2021, which consists of 5 representatives of foreign newcomers and the project manager of multi-culture, the representatives have met every other month, and the issues addressed in the meeting are as diverse as they are many.

Human rights policy

The importance of comprehensive policy-making such as human rights policy instead of a specific multicultural policy has been discussed. We consider this to be a sensible approach, as such policy aims to ensure that all human beings enjoy human rights, regardless of origin, ethnicity, color, religion, political opinion, sex, sexual orientation, age, economic status, descent, disability, health, or another status. We are ready to support the work ahead in shaping it.

Increased providing of information

During this election period, much has been achieved in providing information to new residents, and they are much more accessible than before. Among the things that have been done are a tab on the front page of the municipality’s website called “multicultural” where you can find all the primary information for newcomers in electronic forms. Information such as an information booklet about sports and social activities, leisure grants and use of the Nora system, interpreting and translation services, etc. In addition, the “google translate” option is now available, which is an easy way to translate the municipality’s website into 34 languages.

Facebook has also been used to improve the information provided with the establishment of the site “Living in Hornafjörður”, managed by the project manager and representatives of the multicultural council. In the run-up for the election, great emphasis has been placed on new residents being well informed about their voting rights and encouraged to exercise them in the upcoming elections. We encourage the people of Hornafjörður to become members of the site and let others know who can use it. 

The Multicultural Council established to be 

We believe that establishing a multicultural council is the right decision. Significant work has been done there under the excellent management of Hildur Ýr, project manager for multi-culture, and many good ideas and urgent projects are still being developed. We want to continue to see the active participation of residents of different origins from urban and rural areas in projects, committees, and councils on behalf of the municipality. In addition, we believe there is good reason to increase further the conversation between representatives of the multicultural council and elected representatives and establish an annual meeting of the council with the town council.

Íris Heiður Jóhannsdóttir, 5th place on the list of Framsókn and their supporters.

Nejra Mesetovic, 13th place on the list of Framsókn and supporters.

Fjölmenningarráð, rétt ákvörðun!

Hér í sveitarfélaginu búa um 560 manns af erlendum uppruna af u.þ.b. 40 mismunandi þjóðernum. Fram kom í grein Nejru um stofnun fjölmenningarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði sem birt var á Leiðarhöfða fyrir rétt tæpu ári síðan, að skýr stefna og gott utanumhald í málefnum nýbúa er nauðsynleg. Frá stofnun fjölmenningarráðs árið 2021, sem í sitja 5 fulltrúar nýbúa auk verkefnastjóra fjölmenningar, hafa fulltrúar þess fundað annan hvern mánuð og eru málefnin sem þar eru tekin fyrir jafn fjölbreytt og þau eru mörg. 

Mannréttindastefna

Meðal annars hefur verið rætt um mikilvægi heildarstefnumótunar á borð við mannréttindastefnu í stað sérstakrar fjölmenningarstefnu. Við teljum það vera skynsamlega leið enda miðar slík stefna að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu, og erum við tilbúin að styðja við þá vinnu sem framundan er við mótun hennar. 

Aukin upplýsingagjöf

Á þessu kjörtímabili hefur margt áunnist í upplýsingagjöf til nýbúa og eru þær mun aðgengilegri en áður. Meðal annars er nú flipi á forsíðu vefsíðu sveitarfélagsins sem ber heitið „multicultural“ þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar fyrir nýbúa á rafrænu formi, svo sem upplýsingabækling um íþrótta- og félagsstarf, tómstundastyrk og notkun nora kerfisins, túlka- og þýðingaþjónustu auk margs annars. Auk þess er nú boðið upp á „google translate“ valmöguleikann, sem er einföld leið til að þýða heimasíðu sveitarfélagsins yfir á 34 tungumál. 

Samfélagsmiðillinn Facebook hefur einnig verið notaður til að bæta upplýsingagjöf enn frekar með stofnun síðunnar „Living in Hornafjörður“ sem er stýrt af verkefnastjóra fjölmenningar og fulltrúum fjölmenningarráðs. Nú í aðdraganda kosninganna hefur mikil áhersla verið lögð á að nýbúar séu vel upplýstir um réttindi sín og þeir hvattir til að nýta þau í komandi kosningum. Við hvetjum Hornfirðinga til þess að gerast meðlimir að síðunni og láta aðra vita sem þið teljið geta nýtt sér hana.

Fjölmenningarráð fest í sessi

Við teljum að stofnun fjölmenningarráðs hafi verið rétt ákvörðun og að þar sé mikilvægt starf unnið með góðu utanumhaldi Hildar Ýrar, verkefnastjóra fjölmenningar og eru margar góðar hugmyndir og brýn verkefni enn í mótun. Við viljum áfram sjá virka þátttöku íbúa af ólíkum uppruna úr þéttbýli og dreifbýli í verkefnum, nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Þar að auki teljum við ríka ástæðu til að auka enn frekar samtal fulltrúa fjölmenningarráðs við kjörna fulltrúa og koma á árlegum fundi ráðsins við bæjarstjórn.

Íris Heiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri 5. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna.

Nejra Mesetovic, ferðamálafræðingur og verkefnastjóri, 13. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna.

Ég vil taka þátt!

Þann 14. maí næstkomandi ganga íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar til kosninga. Ég skipa sjöunda sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra. Fyrir þá sem ekki vita, heiti ég Þórdís Þórsdóttir og starfa sem sérkennari hjá Grunnskóla Hornafjarðar. Ég er 39 ára gömul og er gift Guðjóni Björnssyni, húsasmið og á með honum tvö börn. 

Ég er alger nýgræðingur þegar það kemur að bæjarmálum og það er helst þess vegna sem ég ákvað að bjóða mig fram til sveitastjórnarkosninga þetta árið. Mig langar til að kynnast betur þessu hlutverki og setja mig inn í málin. Ég tel mig eiga auðvelt með samskipti og get vonandi átt gott samtal við íbúa sveitarfélagsins er varðar málefni sýslunnar, þannig langar mig að leggja mitt af mörkum til þess að móta framtíðarsýn sveitarfélagsins. Ég er mjög bjartsýn á að hingað muni vilja flytja fleira fólk á næstu árum og því er ekki seinna en vænna að ákveða hvernig sé best að skipuleggja ný byggingarsvæði í sveitarfélaginu. 

Þegar ég flutti hingað árið 2009 var aðeins eitt hús til sölu og mörg ár síðan einhver hafði byggt sér hús. Ég sá strax að þetta yrði að breytast ef sveitarfélagið ætlaði sér að stækka og þróast áfram. Nú 13 árum seinna, hafa allmörg hús verið byggð, komið mjög gott úrval af veitingarstöðum og lítur út fyrir að bjartir tímar séu framundan í sveitarfélaginu okkar. 

Eitt af því sem heillaði mig við Höfn (fyrir utan náttúrufegurðina) var að hér var allt til staðar sem uppfyllti mínar grunnþarfir þ.e.a.s hér var fínasta matvörubúð, frábær sundlaug og góð líkamsræktarstöð. Nú er miðsvæðið í skipulagsferli, og áætlar sveitarfélagið að byggja m.a. nýja líkamsræktarstöð og nýtt íþróttahús. Fyrsti áfangi felst í því að byggja nýja líkamsræktarstöð og er það vegna þess að dágóð upphæð fer nú þegar í að styrkja núverandi líkamsræktaraðstöðu í Sporthöllinni. Mikill rekstarsparnaður mun hljótast af því að byrja á byggingu líkamsræktarstöðvar og því tilvalið að nýta tímann í að hefja þá byggingu strax meðan verið er að útfæra nýtt íþróttahús á sem bestan hátt. 

Ég mæli því eindregið með því fyrir ungt fólk að setjast hér að. Hér er gott að búa og ala upp börn. Ég hlakka til að taka þátt í að móta framtíðarsýn samfélagsins með ykkar stuðningi við Framsókn og stuðningsmenn þeirra á kjördag, X-B!

Þórdís Þórsdóttir, sérkennari.

7. sæti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra