Viðurkenning í hús! Sveitarfélagið Hornafjörður, Barnvænt sveitarfélag

155

Það var mikil hátíð í íþróttahúsi Hafnar í gær föstudaginn 4. apríl þegar fulltrúar UNICEF þær Birna Þórarinsdóttir og Marín Rós Eyjólfsdóttir veittu Sveitarfélaginu Hornafirði viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/sveitarfelagid/frettasafn/sveitarfelagid-hornafjordur-barnvaent-sveitarfelag

Viðurkenning þessi er afrakstur mikillar vinnu starfsfólks sveitarfélagsins og kjörinna fulltrúa, ekki síst Ungmennaráðs sem hefur tekið virkan þátt í verkefninu frá upphafi. Innleiðingarferlið hófst þann 19. júní 2020 með undirritun samstarfssamnings sem undirritaður var af þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, Birnu Þórðardóttur, framkvæmdastjóra UNICEF og Matthildi Ásmundardóttur þáverandi bæjarstjóra.

Mynd. Sigurjón Andrésson

Barnvæn sveitarfélög innleiða Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Viðurkenningin gildir í þú ár en til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélag að halda innleiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að þremur árum liðnum. https://barnvaensveitarfelog.is/

Verkefnið er því komið sinn fyrsta hring og mun halda áfram vonandi hring eftir hring til framtíðar.

Til hamingju öll i Sveitarfélaginu Hornafirði því eins og kom fram í ávörpum í gær þá er samfélag sem er gott fyrir börn, gott fyrir alla!

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar í bæjarstjórn.