Í aðdraganda síðustu sveitastjórnarkosninga var gefið loforð um aukið upplýsingaflæði og opna stjórnsýslu til íbúa. Við því hefur þegar verið brugðist að mörgu leiti en til að auka viðleitni Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið ákveðið að hleypa nýrri vefsíðu af stokkunum.
Markmið hennar er að upplýsa íbúa um stefnur störf framboðsins og kynna betur þá fulltrúa sem starfa á vettvangi sveitarfélagsins.
Ábyrgðarmaður vefsíðunnar er formaður félagsins, Kristján Guðnason, og ritstjóri er Hjalti Þór Vignisson.
Uppbygging
Síðan verður uppfærð vikulega. Með greinum um það sem er helst á baugi á vettvangi sveitastjórnar, um einstök álitamál, almennt efni sem tengist málefnasviðum þeirra nefnda sem starfa á vettvangi sveitarfélagsins auk þess sem eitthvað verður um aðsendar greinar.
Þeir sem leggja til efni eru fyrst og fremst bæjarstjórnarhópur framboðsins auk ritstjóra.