Stefnumál 2018-2022


Stjórnsýsla

Við munum berjast fyrir að:

  • Auglýst verði eftir bæjarstjóra og hann ráðinn úr röðum umsækjenda. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórinn, ásamt öðru forystufólki sveitarfélagsins, láti að sér kveða og tali máli sveitarfélagsins, þannig að eftir sé tekið á landsvísu.  Bæjarstjórinn þarf jafnframt að geta átt góð samskipti við íbúa sveitarfélagsins og leitt mál sem koma upp á borð bæjarstjórnar farsællega til lykta.
  • Byggð verði upp öflug og opin stjórnsýsla með skýrum verkferlum.
  • Auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku með auknu íbúalýðræði og viðhorfskönnun meðal íbúa um ýmsa þætti í þjónustu sveitarfélagsins.
  • Sveitarfélagið verði eftirsóttur vinnustaður þar sem meðal annars er vel hugað að sí- og endurmenntun starfsmanna auk heilsueflandi þátta.
  • Lækka fasteignaskatta á heimili í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og samfélagsþróun

Við munum berjast fyrir að:

  • Sveitarfélagið eigi gott samstarf við hagsmunafélög atvinnugreina í heimabyggð.
  • Stutt verði dyggilega við rannsóknir, nýsköpun og þróun.
  • Haldið verði áfram uppbyggingu á tækjakosti matarsmiðjunnar í samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga.
  • Stutt verði við starf félagasamtaka í sveitarfélaginu, s.s. kóra, leikfélaga, kvenfélaga, björgunarfélaga, umhverfissamtök og önnur félög sem vinna markvisst að því að gera gott samfélag betra.
  • Gerð verði könnun á húsnæðisþörf í sveitarfélaginu í heild, á meðal allra aldurshópa.

Hafnarmál

Við munum berjast fyrir að:

  • Nægt fé fáist til rannsókna á Grynnslunum.
  • Gerð verði verkáætlun um varanlega lausn á innsiglingunni með hliðsjón af rannsóknum.
  • Viðhaldi og uppbyggingu hafnarmannvirkja haldið áfram.
  • Umhverfi hafnarinnar verði til fyrirmyndar.

Velferðarmál

Við munum berjast fyrir að:

  • Bygging nýs hjúkrunarheimilis verði sett í forgang.
  • Bæta aðgengi að sérfræðiþjónustu á sviði geðheilbrigðis fyrir alla aldurshópa.  
  • Lögð verði áhersla á auknaheilsueflingu og heimaþjónustu fyrir þá sem þurfa.
  • Byggja upp góða aðstöðu fyrir fatlað fólk að Víkurbraut 24.  
  • Atvinnumál fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu verði efld.

Menningarmál

Við munum berjast fyrir að:

  • Stutt verði við frumkvöðla í menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
  • Auka viðhald og notkun félagsheimila í sveitum til að efla menningar- og félagslíf þar.  
  • Eyðibýli verði merkt.
  • Mikligarður verði endurbyggður í áföngum í samstarfi opinberra aðila, einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að húsið þjóni fjölþættu hlutverki fyrir atvinnu- og menningarlíf á staðnum.
  • Gripir byggðasafnsins verði sýnilegir.  
  • Sjóminjasýning í Skreiðarskemmu verði endurbætt, efni hennar aukið og samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð um rekstur hennar haldið áfram.

Nýir íbúar

Við munum berjast fyrir að:

  • Allir þjónustunotendur, bæði núverandi og nýir Hornfirðingar, séu upplýstir um réttindi sín og að upplýsingar séu reglulega uppfærðar, skýrt fram settar og á auðlesnu máli.
  • Að nýjum íbúum sé kynnt félagsstarf sem í boði er í héraðinu.
  • Skapaður verði vettvangur, þar sem m.a. verkefnastjóri fjölmenningar, fulltrúar skólanna, íbúar, auk fulltrúa úr atvinnulífinu vinna að aukinni þátttöku nýrra íbúa í samfélaginu.
  • Bókasafnið verði fjölmenningarbókasafn.

Umhverfis- og skipulagsmál

Við munum berjast fyrir að:

  • Sveitarfélagið verði í fararbroddi í loftslagsmálum og náttúruvernd.
  • Sorphirða fyrir heimili og fyrirtæki í sveitarfélaginu öllu verði endurskoðuð.
  • Unnið verði áfram að markvissri sorpflokkun.
  • Sveitarfélagið taki frumkvæði við mótun skipulags og uppbyggingar á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs í sveitarfélaginu. 
  • Sveitarfélagið taki frumkvæði við mótun skipulags við Jökulsárlón með hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja að leiðarljósi.  
  • Lokið verði við uppbyggingu á fráveitu.
  • Hreinsunarvika verði haldin í sveitarfélaginu á hverju vori.
  • Komið verði upp góðu kerfi við hreinsun rotþróa í sveitum.
  • Lagfæra götur og gangstéttir þar sem Hafnarbraut frá ráðhúsi niður að höfn verður í forgangi.
  • Bæta og viðhalda leikvöllum.
  • Halda áfram uppbyggingu gönguleiða og stíga í sveitarfélaginu.  
  • Bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu.

Skólamál

Við munum berjast fyrir að:

  • Hlúð verði að innra starfi skólanna eftir mikla uppbyggingu á mannvirkjum undanfarin ár. 
  • Þær áskoranir sem eru í mönnunarmálum leik- og grunnskóla verði settar í forgang.
  • Áherslur á fjölmenningu verði auknar á öllum skólastigum.
  • Hlúð verði að starfsemi Grunnskólans í Hofgarði.
  • Smiðjur í Vöruhúsinu verði efldar enn frekar. 
  • Staðinn sé vörður um öflugt og fjölbreytt framhaldsnám í sveitarfélaginu.
  • Aðgengi fjarkennslu fyrir allan aldur sé bætt.
  • Samþætta eftir aðstæðum skólaakstur og tómstundastarf barna í dreifbýli að skóla loknum

Íþrótta- og tómstundamál

Við munum berjast fyrir að:

  • Tekin verði næstu skref í uppbyggingu íþróttamannvirkja eftir víðtækt samráð við íþróttahreyfinguna og skólasamfélagið.
  • Öllum standi til boða fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf.
  • Koma til móts við aukinn kostnað foreldra í dreifbýli vegna aksturs barna í íþrótta- og tómstundastarf á Höfn.
  • Stuðningur sveitarfélagsins við æskulýðs- og íþróttastarf sé að hluta skilyrt til forvarnarstarfs.
  • Samstarf bæjarstjórnar og ungmennaráðs verði markvissara.