Öflug Framsókn í Sveitarfélaginu Hornafirði

444

Framboðslisti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí n.k. var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga þann 24. mars sl.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs leiðir listan, í öðru sæti er Björgvin Óskar Sigurjónsson, byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Gunnar Ásgeirsson, vinnslustjóri hjá Skinney Þinganesi hf. og í fjórða sæti er Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

Listann skipar kraftmikill hópur reynslumikils fólks og nýliða, með fjölbreyttan bakgrunn sem brennur fyrir öflugu og góðu samfélagi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kosningaskrifstofa framboðsins verður í Viðreisn, kaffistofunni í skemmum við Víkurbraut 1.

Framundan eru fundir með íbúum um málefni sveitarfélagsins þar sem áhugasömun gefst tækifæri til að taka þátt í sefnu framboðsins og þau verkefni sem framundan eru.

Listinn í heild sinni:

1. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 53 ára. Hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs.

2. Björgvin Óskar Sigurjónsson, 40 ára. Byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi.

3. Gunnar Ásgeirsson, 31 árs. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hf.

4. Gunnhildur Imsland, 53 ára Heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

5. Íris Heiður Jóhannsdóttir, 46 ára. Framkvæmdastjóri IceGuide ehf.

6. Finnur Smári Torfason, 35 ára. Tölvunarfræðingur hjá Kivra.

7. Þórdís Þórsdóttir, 39 ára. Sérkennari hjá Grunnskóla Hornafjarðar.

8. Bjarni Ólafur Stefánsson, 36 ára. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hf.

9. Guðrún Sigfinnsdóttir, 50 ára. Móttökuritari hjá HSU á Höfn.

10. Arna Ósk Harðardóttir, 53 ára. Skrifstofumaður hjá Rafhorn ehf.

11. Lars Jóhann Andrésson Imsland, 47 ára. Framkvæmdastjóri East Coast Travel ehf.

12. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, 50 ára. Leikskólakennari á Sjónarhóli á Höfn.

13. Nejra Mesetovic, 25 ára. Ferðamálafræðingur og verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands.

14. Ásgrímur Ingólfsson, 55 ára. Skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF-250 og forseti bæjarstjórnar.

Stjórn Framsóknarfélags Austur- Skaftfelinga.