Loksins, loksins!

1073

Nú um helgina er auglýst útboð í byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Höfn og verður hægt að sækja útboðsgögn á vef Ríkiskaupa frá og með mánudeginum 19. júlí! 

Ferlið frá því vinningstillagan var valin hefur verið lengra en við mátti búast en við vonum að nú fari þetta að ganga smurt svo íbúar geti flutt inn í nýtt og glæsilegt heimili sem fyrst.

Nokkrar breytingiar hafa verið gerðar á rekstri Skjólgarðs frá því Vigdísarholt tók við rekstrinum í mars sl. til að leitast við að ná niður rekstrarhalla. Þær breytingar s.s. lokun á dvalarrýmum í Mjallhvíti þrengja óneitanlega meira að í húsnæðinu á Víkurbraut 29 en áður með tilheyrandi áhrifum á bæði íbúa og starfsmenn.

Því gleðjumst við yfir hverjum áfanga verksins og horfum bjartsýn fram á veginn!

Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður bæjarráðs.