Íbúaþróun

415

Það er áhugavert að skoða þróun íbúarfjölda í Sveitarfélaginu Hornafirði síðustu ár og þá sérstaklega þegar íbúafjöldi er greindur niður á mánuði. Þann 1. janúar 2014 voru 2.168 íbúar í sveitarfélaginu en 2.418  þann 14. september sl. Hæst fór íbúatalan þó í apríl 2020 en þá var hún 2.477.

Málefnið var til umræðu í bæjarráði sl. þriðjudag 15.09.20 og má sjá skjalið með þróun íbúafjölda undir lið 8. í fundargerðinni. https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/stjorn/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=2009004F

Einnig er þar skoðað hve margir flytja til og frá sveitarfélaginu á því sem liðið er af árinu 2020. 

Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang

Í ágúst sl. voru 538 íbúar sveitarfélagsins með erlent ríkisfang en það er um 22% íbúa.  Þetta er fjölbreyttur hópur af 39 þjóðernum, lang flestir frá Póllandi eða 192 einstaklingar.

Rannsókn á aðlögun innflytjenda í sveitarfélögum.

Rannsóknin samfélög án aðgreiningar var unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri árið 2019 og miðaði að því að bera saman aðlögunarmynstur innflytjenda í sveitarfélögum. Það má segja að hún hafi markað ákveðin tímamót í rannsóknum á innflytjendamálum á Íslandi því fáar jafn viðamiklar rannsóknir á málaflokknum hafa verið gerðar hérlendis og svörun gekk vonum framar. 

Fjallað er um rannsóknina í samantekt um málefni erlenda íbúa undir saman lið fundargerðarinnar en þar kemur fram að svör erlendra íbúa í sveitarfélaginu sýna að 71% svarenda er ánægður með að búa í sveitarfélaginu 19% hvorki ánægðir né óánægðir en 10% óánægðir.

Atvinnuleysi

Í ágúst var 71 einstaklingur skráður atvinnulaus í sveitarfélaginu af þeim voru 65% erlendir ríkisborgarar. Mikilvægt er að við hlúum vel að þessum hóp íbúanna. Styðjum þá í gegnum þá tímabundnu erfiðleika sem steðja að atvinnulífinu vegna Covid19.

Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður bæjarráðs