Ásýnd

392

Víðast hvar eru lóðir íbúðarhúsa og fyrirtækja til fyrirmyndar. Það skiptir okkur öll máli að ásýnd í nágrenni okkar sé falleg og vel hirt um svæði og hús. Það er því einkar ánægjulegt að sjá að eigendur hússins sem áður hýsti Vélsmiðju Hornafjarðar taka til á lóðinni, malbika hana og hefja endurbætur á húsinu. Geymslulóðir eru á svæðinu við skrifstofur Rarik og ruslaportið. Væri kanski betra að flytja það í Ósland og hreinsa í burtu lausamuni af svæðinu þar sem íbúabyggð og ferðaþjónusta er í nágrenninu?

Stígar

Á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum árum verið byggt upp nýtt samgöngukerfi með göngustígum fyrir gangandi, hlaupandi og hjólandi fólk. Við eigum vísir að þessu með strandstígnum okkar frábæra. Stígurinn sem tengir sundlaugina, íþróttasvæðið og Heppuna er líka mikið notaður. Við þurfum að halda áfram þessu verkefni og tengja það við Nesin og síðar Mýrarnar þegar nýi vegurinn kemur. Rafhjól og skutlur eru að ryðja sér til rúms og geta átt heima með þessum samgöngumátum ef takmörk verða á hraðanum. Nú eru margir krakkar á ferðinni á rafhlaupahjólum sem ekki eiga heima meðal bíla.