Aðgerðir í loftslagsmálum

242

Það var hátíðleg stund í Nýheimum í gær föstudaginn 26. febrúar þegar Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri og fulltrúar 20 fyrirtækja í sveitarfélaginu tóku höndum saman og undirrituðu Loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Með undirrituninni skuld­binda að­il­ar sig til að draga úr los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Til að styðja við þessa veg­ferð býð­ur Festa upp á lofts­lags­mæli sem er öll­um að­gengi­leg­ur án end­ur­gjalds.

Stefnumótun

Einnig voru kynnt drög að stefnumótun sveitarfélagsins þar sem stefnt er að því að sveitarfélagið verði í fararbroddi í umhverfismálum á landsvísu og er Loftslagsyfirlýsingin einn þáttur í því.

Frumsýnt var myndband https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/sveitarfelagid/frettasafn/undirritun-loftlagsyfirlysingar-i-sveitarfelaginu-hornafirdi sem verður vonandi íbúum, forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnanna hvatning til þess að leggjast á árarnar og taka þátt í því að vera með og taka góðar ákvarðanir okkur öllum, umhverfinu og komandi kynslóðum til heilla.

Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður bæjarráðs.