Það er komið að því!

1060

Í gær fimmtudaginn 21. júlí samþykkti bæjarráð fyrir hönd sveitarfélagsins tilboð í framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis og í dag fengum við fréttir af því að ríkið hefur samþykkt fjármagn í framkvæmdina fyrir sitt leiti!

Ferlið að þessum tímamótum hefur verið langt og strangt og ber nú loks árangur. Skrifað verður undir samning við verktakann Húsheild ehf í ágúst, undirbúningur hefst vonandi sem fyrst og framkvæmdir í kjölfarið.

Fleiri jákvæðar fréttir bárust í vikunni en Vegagerðin hefur skrifað undir samning við Ístak ehf um framkvæmdir við nýjan veg um Hornafjarðarfljót svo þar ættu framkvæmdir einnig að fara af stað von bráðar.

Báðar þessar framkvæmdir hafa verið í umræðunni í áratugi og nokkrar bæjar- og ríkisstjórnir komið að málunum með einum eða öðrum hætti.

Til hamingju hornfirðingar!

Ásgerður K. Gylfadóttir, oddviti Framsóknar í bæjarstórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar og aðalmaður í bæjarráði.