Tímamót!

649

Í dag lýkur kjörtímabili sitjandi bæjarstjórnar og nýtt tekur við á morgun sunnudaginn 29. maí.

Líðandi kjörtímabil hefur verið ansi fjölbreytt, bæði skemmtilegt og boðið uppá krefjandi áskoranir sem engann hafði órað fyrir s.s. heimsfaraldur!

Kærar þakkir

Ég vil fyrir hönd aðal- og varabæjarfulltrúa Framsóknar og stuðningsmanna síðustu fjögur ár, þakka íbúum sveitarfélagisns og þá sérstaklega starfsfólki þess fyrir gott og ánægjulegt samstarf. 

Saman höfum við staðið okkur vel í þeim áskorunum og verkefnum sem legið hafa fyrir, þó alltaf megi rýna til gagns og gera betur, ekki síst þegar litið er til baka og heildarmyndin liggur fyrir.

Matthildi Ásmundardóttur bæjarstjóra vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu og óska henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Áfram veginn

Í afstöðnum kosningum náðum við framsóknarfólk ekki markmiðum okkar, niðustaðan varð tveir bæjarfulltrúar. Það voru óneitanlega vonbrigði en ekki dugar að dvelja við það. Bæjarfulltrúar Framsóknar munu hér eftir sem hingað til vinna að því að efla samfélagið okkar hvort sem er í meiri- eða minnihluta og vinna góðum málum brautargengi í samvinnu við aðra bæjarfulltrúa og samfélagið í heild.

Áfram munum við nýta þennan góða vettvang, leidarhofdi.is til að greina frá störfum í bæjarstjórn og sem upplýsingamiðil framboðsins.

Takk fyrir samfylgdina á kjörtímabilinu sem er að ljúka, hlakka til framhaldsins á því sem tekur við. 

Ásgerður K. Gylfadóttir, oddviti Framsóknar og stuðningsmanna.