Mikligarður og safnamál

539

Enn og aftur langar mig að fjalla lítilega um Miklagarð það sögufræga hús. Nú þegar Mikligarður er orðin vatns og vind heldur er hægt að hefjast handa innandyra og hefst sú vinna á haustmánuðum.

Einnig er gaman að segja frá því að fyrstu drög frá Kjartani Árnasyni arkitekt hafa verið lagðar fyrir bæði atvinnu- og menningarmálanefnd og bæjarráð. Undirrituðum lýst í grunninn mjög vel á þessar hugmyndir og mér sýnist þær passa vel við þau skilaboð sem opni fundurinn sem haldin var um framtíð Miklagarðs fyrir ca. tvemur árum var í grunninn sammála um. Að  hluti hússins verði sýningarrými fyrir söfn og hluti hússins fari í útleigu með ákveðnum skilyrðum.

Það er spennandi að sjá hugmyndir Kjartans um nýtingu rústanna bakvið Miklagarð þar sem lagt er til að byggja yfir þær og styrkja. Myndi það hýsa báta og vera sýning tengd sjónum í köldu rými. Einnig leggur hann til mjög góða útfærslu við opnun niður í neðra rými Miklagarðs sem eykur á nýtingarmöguleika hússins.

Í hugmyndum Kjartans var einnig gert ráð fyrir íbúðum í enda Miklagarðs en mín skoðun er sú að það sé ekki ráðlegt heldur eigi rýmin að vera opin og síðan verði það á  hendi leigjenda að byggja upp sitt bil.  

Álaleiran

Nú styttist vonanadi í að við getum farið að opna geymslurnar á Álaleiru fyrir gestum og gangandi þar sem fólk getur skoðaða gamla muni í rólegheitum við viðunandi aðstæður.  

Við þurfum að gera betur þegar kemur að söfnum en þau þurfa að fylgja nútímanum, þau þurfa að  vera spennandi og skilja eftir eftirminnilega upplifun. Þar spilar Mikligarður stóran þátt og í mínum huga.  

Svavarssafn

Nú er unnið að því að finna leiðir til að lengja opnunartíma í Svavarsafni. Það hefur lengi verið mín skoðun að ekki sé nægjanlegt að hafa sýninguna opna til kl. 15 á daginn. 

Að lokum

Það er gaman að sjá hvað hafnarsvæðið er að taka á sig skemmtilega mynd þar spilar saman einkaframtakið og sveitarfélagið og er það vel. 

Mig langar að enda þennan pistil á að minnast enn og aftur á þá frábæru veitingarstaði sem við í sýslunni getum státað okkur af. Það er ekki sjálfgefið. Við eigum að vera stolt og hreykin af því sem við eigum og höfum hér í sýslunni og vera dugleg að tala það upp þó svo alltaf megi vissulega gera betur. 

Kristján S. Guðnason, bæjarfulltrúi og formaður atvinnu- og menningarnefndar.