Efling geðheilbrigðisþjónustu

517

Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag betur áttað okkur á mikilvægi góðs geðheilbrigðis fyrir einstaklinga sem og samfélagsins alls. Þá á það sérstaklega við nú á Covid tímum þar sem við höfum horft á hrakandi geðheilbrigði innan samfélagsins, aðallega meðal ungs fólks, og þau áhrif sem það getur haft. Að auki hafa rannsóknir sýnt að myndun fíknivanda fylgir oft geðrænum vanda. Geðrænir vandar geta því oft leitt til neyslu óæskilegra vímugjafa líkt og fíkniefna, ofneyslu áfengis o.fl.

Langflestir landsmenn glíma við einhvern geðrænan vanda á sinni lífsleið sér í lagi á yngri árum. Vandinn getur verið allt frá tímabundinni vanlíðan til langvarandi þunglyndis. Oft reynist glíman erfið, og því getur það skipt sköpum að einstaklingur fái aðstoð og stuðning sem fyrst. Það er grundvallaratriði að allir landsmenn eigi greiðan og góðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu til jafns við hverja aðra heilbrigðisþjónustu.

Bregðumst fyrr við og fjárfestum í fólki

Með snemmtækri íhlutun og auknum forvörnum er hægt að grípa fyrr inn í og koma í veg fyrir alvarlega geðræna vanda síðar á lífsleiðinni. Þannig bregðumst við fyrr við og stuðlum að auknu geðheilbrigði innan samfélagsins og takmörkum áframhaldandi vöxt fjölþætts vanda meðal fólks og komum í veg fyrir að fjölgi í jaðarsettum hópum samfélagsins. 

Eitt af áherslumálum Framsóknar fyrir komandi kosningar að greiða aðgang að geðheilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að því að geðrænir vandar takmarki ekki tækifæri fólks til að blómstra innan samfélagsins, á atvinnumarkaði og meðal vina og fjölskyldu.

Þannig fjárfestum við í fólki.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.