Mikligarður

376

Það er ánægjulegt að sjá að þær framkvæmdir sem settar voru af stað síðasta haust eru yfirstaðnar og breyta verulega ásýnd hússins. Enn ánægjulegra er að ekki verður staðar numið heldur er áframhaldandi vinna nú þegar hafin og vonandi færist meira  líf í húsið næsta vor.

Þeir sem eru með einhverskonar starfsemi í húsinu mega búast við einhverskonar raski og jafnvel gætu þeir þurft að yfirgefa húsið á einhverjum tímapunkti en það verður unnið og framkvæmt í samráði við verktaka.

Eins og margoft hefur komið fram verður hluti rýmisins leigður út fyrir skilgreinda starfsemi sem eykur líf í húsinu og heldur uppi heiðri þessa sögufræga hús.

Annars vegar munu verða sýningar á hendi sveitarfélagsins og eða einstaklinga að hluta. Það verður að vanda vel til verka og byggja upp áhugaverðar sýningar sem í senn verða lifandi fjölbreyttar og síbreytilegar.

Mikilvægt er að kalla til sérfræðinga á þessu sviði og einnig að nýta okkur þá tækni sem er i boði til að sýninginn verði í senn áhugaverð og komi sögu okkar sterkt til skila. Einnig er mikilvægt að bæjarbúar fái að koma með hugmyndir og sjónarmið áður en endanleg útfærsla verður kláruð og mun það verða auglýst síðar. 

Kristján S. Guðnason, bæjarfulltrúi og formaður atvinnu- og menningarmálanefndar