Það var hátíðleg stund í Nýheimum í gær föstudaginn 26. febrúar þegar Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri og fulltrúar 20 fyrirtækja í sveitarfélaginu tóku höndum saman og undirrituðu Loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Með undirrituninni skuldbinda aðilar sig til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Til að styðja við þessa vegferð býður Festa upp á loftslagsmæli sem er öllum aðgengilegur án endurgjalds.
Stefnumótun
Einnig voru kynnt drög að stefnumótun sveitarfélagsins þar sem stefnt er að því að sveitarfélagið verði í fararbroddi í umhverfismálum á landsvísu og er Loftslagsyfirlýsingin einn þáttur í því.
Frumsýnt var myndband https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/sveitarfelagid/frettasafn/undirritun-loftlagsyfirlysingar-i-sveitarfelaginu-hornafirdi sem verður vonandi íbúum, forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnanna hvatning til þess að leggjast á árarnar og taka þátt í því að vera með og taka góðar ákvarðanir okkur öllum, umhverfinu og komandi kynslóðum til heilla.
Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður bæjarráðs.