Íbúar með erlent ríkisfang

383

Undanfarin ár hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað mikið.  Nýlega tók Hildur Ýr Ómarsdóttir, verkefnisstjóri fjölmenningar, saman upplýsingar um málefni erlendra íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði sem kynnt var í félagsmálanefnd.  Í samantektinni kemur fram að 545 einstaklingar með erlent ríkisfang eru með lögheimili í sveitarfélaginu.  Þetta er fjölbreyttur hópur af 39 þjóðernum.  Stæsti hópurinn er frá Pólanndi en Króatar, Tékkar og Rúmenar eru líka fjölmennir.  Starfsemi sveitarfélagsins í málefnum nýrra íbúa hefur vaxið mikið enda þörfin brýn eins og sjá má á tölunum.  Það má ekki heldur gleyma þeim íbúum sem eru af erlendu bergi brotnu en eru með íslenskt ríkisfang. 

Fjölmenningarmál á mörgum vígstöðum

Sveitarfélagið kappkostar að taka vel á móti fólki og auðvelda aðlögun þess að samfélaginu okkar.  Á vegum sveitarfélagsins er unnið að margvíslegu starfi og á árinu 2019 var til dæmis móðurmálskennsla á pólsku í Grunnskólanum, bókasafnið bjó til kassa af barnabókjum á ýmsum tungumálum, aðstoð var veitt við heimanám og búin til umgjörð utan um móttökusamtöl svo fátt eitt sé nefnt.  Á yfirstandi ári hafa bæst við námskeið fyrir túlka, íslenskuþjálfun á heimili og bókasafni og íslenska á vinnustað.   Daglega er unnið við ýmisskonar aðstoð og ráðgjöf vegna dvalarleyfisumsókna, ráðgjöf varðandi mannréttindi og félagsleg réttindi, ýmiskonar aðstoð við skráningar og umsóknir, ráðgjafar varðandi réttindi og skyldur í íslensku samfélaginu og fleira mætti nefna. 

Áskorun framundan

Í águst 2020 voru 71 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu og þar af voru 65% erlendir ríkisborgarar.  Á undanförnum árum hefur erlent vinnuafl haldið mörgum vinnustöðum gangandi þegar innlent vinnuafl hefur skort.   Núverandi ástand verður vonandi skammvinnt og þá þurfum við aftur á þessum hópi fólks að halda í atvinnulífinu.  Við skulum því hlúa að þeim áfram. 

Á tímum alþjóðavæðingar og aukins flæði fólks á milli landa mun samfélag okkar blandast meira en áður.  Því fylgja margvíslegar áskoranir og við þurfum að virkja nýbúana okkar til þáttöku í samfélaginu, hjálpa þeim að fóta sig í nýjum veruleika og hlúa vel að fjölskyldum.  Það er því mikilvægt að halda úti öflugu starfi í fjölmenningarmálum.  Eins og staðan er hálft stöðugildi í málaflokknum í stjórnsýslu sveitarfélagsins.  Unnið er markvisst af þessum málum í Grunnskólanum og bókasafnið hefur sinnt þessum málum í auknum mæli.  Við verðum hins vegar að velta því alvarlega fyrir okkur hvort ekki rétt að hafa 100% starf í ráðhúsinu í ljósi aukins þunga og mikilvægi málaflokksins.  Við er líka ríkara og öflugra samfélag með þessari inngjöf.