Þétting byggðar

248

Í umræðu er að bæta við byggingarreitum við Silfurbraut og Hrísbraut.  Það fækkar í röðum óbyggðra lóða á Höfn.  Mikið hefur verið byggt að undanförnu og nánast engar lausar lóðir eftir á Leirusvæðinu.  Í þessari stöðu er eðlilegt að í leit að nýjum lóðum sé fyrst skoðað hvort rúma megi fleiri lóðir í grónum hverfum.  Þétting byggðar er eitt meginstefið í skipulagi byggðarlaga í dag.  Við viljum nýta landið betur og þá innviði sem við þurfum í þéttbýli.  Lagnir, gangstéttir, götuljós og annað sem tilheyrir. 

Frekari þétting og nýtt svæði

Það eru fleiri svæði sem hægt er að nota í þessum tilgangi.  Setja mætti nokkrar lóðir á Hríshólinn í línu sem tæki mið af golfskálanum og planinu við hann. Einnig er Leiðarhöfðinn spennandi svæði og gæti rúmað nokkrar lóðir.  Þetta gæti bæði sparað fjármuni og tíma, en fyrst og fremst bætt við spennandi byggingarlóðum og gert staðinn enn áhugaverðari sem búsetukost.

Samhliða þessu þarf að byrja að skipuleggja nýtt svæði með allt að 20 lóðum.  Slík vinna tekur nokkur ár, fyrst skipulagið, síðan undirbúningur lóðanna sjálfra og þá þarf að leggja lagnir, götur og annað sem tilheyrir.  Þetta er kostnaðarsamt og tímafrekt. Helst er rætt um tvö svæði, annars vegar að að stækka Leirusvæðiðí og hinsvegar að byggja á svæðinu þar sem hún Gamlabúð stóð.  Bæði svæðin hafa sína kosti og galla.