Niðurrif og uppbygging

232

Á fundi sínum þann 28. janúar sl. tók bæjarráð fyrir tvö athyglisverð mál. Annað er varðar könnun á kostnaði þess að rífa hið svokallaða Graðaloft og annað enn þarfara mál sem varðar ráðstöfun þeirra 40 m.kr. sem bæjarstjórn ánafnaði í uppbyggingu Miklagarðs. 

Graðaloftið

Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að rífa þurfi húsið.  Spurning er hvað gera skuli í framhaldinu en deiliskipulag segir til að reisa megi samskonar hús á lóðinni. Hlutverk þess hefur hins vegar ekki verið skilgreint.  Það getur hýst margvíslega starfsemi en mætti ekki skoða að heimila þarna byggingu íbúða?  Eflaust eru margir sem vilja búa við höfnina og í nálægð við alla þá þjónustu sem þarna er að finna. 

Mikligarður

Þetta er eitt af lykilmannvirkjum í sögu Hafnar og auk þess sérstakt á margan hátt.  Sveitarfélagið hefur þegar tekið skref í átt að varðveiðslu þess með endurbótum að hliðinni sem snýr að höfninni.  Bæjarráð samþykkti á ofangreindum fundi að „hefja vinnu við þakviðgerðir og klára endurnýja klæðningu, hurðir, glugga og burðagrind á langhlið norður“.  Þetta er gott skref.  Bæjarráð ræða betur notkun áður en brunakerfi verið komið fyrir í húsinu.  Á endanum mun þetta hús verða mikill sómi fyrir staðinn.  Spurning sem óneitanlega vaknar er hvort og hversu lengi sveitarfélagið eigi að halda utan um rekstur og eignarhald á húsinu.  Þegar það verður komið í ásættanlegt horf gæti verið skynsamlegt að kanna kosti þess að selja það að hluta eða í heild.  Dæmin sanna af Heppunni sjálfri að einstaklingar geti vel tekið við svona kefli af sveitarfélaginu, klárað endurbætur og sett á fót öflugan rekstur.

Safnamál

Mikligarður er einstakt hús eins og innan veggja þess mætti gera sögu héraðsins skil með sýningu sem margir hafa saknað.  Ekki er víst að taka þurfi allt húsið undir slíkt en með þessu væru tvær vænar flugur slegnar í einu höggi.