Finnur Smári Torfason

 Fullt nafn – Finnur Smári Torfason

Fæðingardagur – 30.10.1986

Fjölskylduhagir – Giftur, 2 börn og hundur.

Áhugamál –  Íþróttir, útivist og veiði.

Hvað er heillandi við samfélagið okkar? Mannlífið og náttúran

Í hvaða ráðum og nefndum starfar þú ? – Umhverfis- og skipulagsnefnd og svo er ég varamaður í bæjarstjórn, heilbrigðis- og öldrunarnefnd og almannavarnarnefnd.

Af hverju að taka þátt í bæjarmálum ? – Til að hafa áhrif á samfélagið eftir eigin samvisku

Nefndu eitthvað sem þú ert stoltur af í störfum þínum. – Ekkert sérstakt þannig lagað. Ég er tiltölulega nýr í þessu svo það er ekki komin mikil reynsla.

Eitthvað sem þú vilt berjast sérstaklega fyrir á næstunni ? – Umhverfismál eru mér ofarlega í huga og finnst að bæjarfélagið ætti að vera í farabroddi í þeim málaflokki.

Eitthvað óvænt / skemmtilegt sem þú vilt deila með lesendum um sjálfan þig – Ég er rétthentur en nota hnífapör og spila billjard örvhent