Fullt nafn – Nejra Mesetovic
Fæðingardagur – 17. október 1995
Fjölskylduhagir – Bý með foreldrum mínum og litla bróðir
Áhugamál – Útivist, ferðalög, hreyfing, fjölskylda og vinir
Hvað er heillandi við samfélagið okkar? Náttúran, mannlífið, fjölbreytleikinn og samheldnin.
Í hvaða ráðum og nefndum starfar þú ? – Ég starfa í fræðslu- og tómstundanefnd og svo er ég varamaður í bæjarstjórn.
Af hverju að taka þátt í bæjarmálum ? – Til að hafa áhrif á samfélagið, en ég er af erlendu bergi brotin og hef því öðruvísi sýn á hlutina og held það geti haft góð áhrif.
Nefndu eitthvað sem þú ert stoltur af í störfum þínum. – Ég er frekar ný í þessu en mest er ég stolt að hafa ákveið að vera með.
Eitthvað sem þú vilt berjast sérstaklega fyrir á næstunni ? – Nei ekkert sérstakt, bara byggja upp jákvætt samfélag sem allir myndu vilja búa í.
Eitthvað óvænt / skemmtilegt sem þú vilt deila með lesendum um sjálfan þig – Hef nú átt heima á Höfn í 20 ár og enn á fólk erfitt að bera fram nafnið mitt, en ætla nota þetta platform til að kenna þeim. Það er mjög auðvelt, eins og að segja meira, nema ENN í staðinn fyrir EMM – N-eira 😀