Kristján Sigurður Guðnason

 Fullt nafn – Kristján Sigurður Guðnason

Fæðingardagur – 21. nóvember 1968

Fjölskylduhagir – Giftur Ásdísi Erlu Ólafsdóttir umsjónarmaður Lyfju Hornafirði. Eigum 5 börn og 4 barnabörn.

Áhugamál –  Fjölskyldan, ferðalög, golf og kajaksiglingar

Hvað er heillandi við samfélagið okkar? Mannauðurinn  og umhverfið

Í hvaða ráðum og nefndum starfar þú ? – Varamaður í bæjarstjórn og formaður atvinnu- og menningarmálanefndar.

Af hverju að taka þátt í bæjarmálum ? – Reyna að hafa áhrif til að gott samfélag verði en betra.

Nefndu eitthvað sem þú ert stoltur af í störfum þínum. – Að koma að flutningi Gömlubúðar og uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Einnig er ég kátur með að það skuli vera búið að malbika í Nesjahverfinu.

Eitthvað sem þú vilt berjast sérstaklega fyrir á næstunni ? – Að framkvæmdir hefjist í Miklagarði og þar blómstri fjölbreytt starfsemi, safnamál verði tekin fastari tökum og nýtt íþróttahús verði að veruleika.

Eitthvað óvænt / skemmtilegt sem þú vilt deila með lesendum um sjálfan þig – Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að setja í þvottavél.