Fullt nafn – Íris Heiður Jóhannsdóttir
Fæðingardagur – Föstudagurinn 13. ágúst 1976
Fjölskylduhagir – Gift Óskari Arasyni, eigum saman Dagmar Lilju 16 ára, Elínu Ósk 12 ára og Ara Jökul 8 ára
Áhugamál – Finnst alltaf gaman að heimsækja önnur lönd og upplifa aðra menningu og náttúru. Hreyfing, hönnun, að fara á tónleika, samvera með fjölskyldu og vinum, og svo elska ég að hekla.
Hvað er heillandi við samfélagið okkar? Það er svo margt. En það sem mér finnst ég sérstaklega finna núna og undanfarin ár er ótrúlega góða og jákvæða stemmningu í samfélaginu okkar. Ég heyri svo oft að hingað sé gott að koma og allir fái góðar móttökur og að það sé eitthvað svo notalegt að vera hér, svo gott fólk. Það er stemmning sem mér finnst frábært að sjá, finna og heyra
Í hvaða ráðum og nefndum starfar þú ? – Ég er formaður í fræðslu- og tómstundanefnd og varamaður í félagsmálanefnd.
Af hverju að taka þátt í bæjarmálum ? – Hvers vegna ekki? Ef maður hefur skoðanir á ýmsu sem snertir samfélagið sem maður býr í, þá er þetta t.d. góð leið til að koma þeim á framfæri með það að markmiði að gera gott samfélag enn betra.
Nefndu eitthvað sem þú ert stoltur af í störfum þínum. – Ég er svo ný í þessu að ég held ég segi pass.
Eitthvað sem þú vilt berjast sérstaklega fyrir á næstunni ? – Það eru mörg spennandi verkefni framundan. Ég hlakka t.d. til að fara á fullt í miðbæjarsvæðið og sjá nýtt íþróttahús rísa.
Eitthvað óvænt / skemmtilegt sem þú vilt deila með lesendum um sjálfan þig – Hef ekki séð einn einasta Game of Thrones þátt!