Ásgrímur Ingólfsson

 Fullt nafn – Ásgrímur Ingólfsson

Fæðingardagur – 10/09/1966.

Fjölskylduhagir – Giftur,3 börn, 1 barnabarn og 5 rollur.

Áhugamál –  útivist og íþróttir

Hvað er heillandi við samfélagið okkar? nálægð við náttúruna og samheldnin.

Í hvaða ráðum og nefndum starfar þú ? – umhverfis- og skipulagsnefnd, bæjarstjórn.

Af hverju að taka þátt í bæjarmálum ? – finnst ég hafa ýmislegt til málana að leggja, þekki bæði þéttbýlið og dreifbýlið vel.

Nefndu eitthvað sem þú ert stoltur af í störfum þínum. – Það er ekkert eitt frekar en annað, hef reynt að gera þetta í sátt við guð og menn.

Eitthvað sem þú vilt berjast sérstaklega fyrir á næstunni ? – stuðla að áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið, klára endurbætur á Hafnarbraut og skipuleggja miðsvæðið og jafnvel hefjast handa við nýtt íþróttahús en allt verður þetta að gerast samhliða öðrum framkvæmdum sem stuðla að betra og búsældarlegra samfélagi.

Eitthvað óvænt / skemmtilegt sem þú vilt deila með lesendum um sjálfan þig – ég er lesblindur og er ekki með fallega rithönd svo vægt sé til orða tekið, en með tilkomu leiðréttingar forrita og tölvunar hefur þetta allt orðið léttara, mun minna að gera hjá Þórgunni að lesa yfir hjá mér.