Ásgerður Kristín Gylfadóttir

 Fullt nafn – Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Fæðingardagur – 10. Desember 1968

Fjölskylduhagir – Gift Friðriki Jónasi Friðrikssyni, á þrjú börn 1. Aron Martin Ásgerðarson sviðslistamann sem býr með Elísabetu Skagfjörð leikkonu, hann á einn son Hjört Loga sem er 6 ára. 2. Jönu Mekkín Friðriksdóttur framhaldsskólanema og Friðrik Björn Friðriksson grunnskólanema.

Áhugamál –  samfélagið okkar, stjórnmál, útivist, ferðalög og hreyfing, fjölskyldan og að hlusta á eða lesa góða bók.

Hvað er heillandi við samfélagið okkar? Stuttar boðleiðir, nálægðin við og fegurðin í náttúrunni. Krafturinn í fólkinu sem býr í samfélaginu.

Í hvaða ráðum og nefndum starfar þú ? – bæjarstjórn, formaður bæjarráðs, almannavarnarnefnd, stjórn Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi .

Af hverju að taka þátt í bæjarmálum ? – öll höfum við skoðun á því hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, með þáttöku í bæjarmálum hefur þú áhrif á samfélagið og kynnist því hvernig stjórnkerfið virkar.

Nefndu eitthvað sem þú ert stoltur af í störfum þínum. – Á þeim 10 árum sem ég hef verið í bæjarstjórn hefur reksturinn gengið vel, íbúum fjölgað og LOKSINS verður farið að byggja nýtt hjúkrunarheimili!

Eitthvað sem þú vilt berjast sérstaklega fyrir á næstunni ? – að allir, bæði íbúar og atvinnulíf taki saman höndum í umhverfismálum og við verðum þar í fararbroddi og til fyrirmyndar.

Eitthvað óvænt / skemmtilegt sem þú vilt deila með lesendum um sjálfan þig – Elska að fara í yoga uppí Almannaskarði!